Ég er nefnilega einn af þeim sem gerir mistök. Án þess að fara í djúpa tölfræðilega greiningu sýnist mér ég gera heldur fleiri mistök en meðal Jóninn. En ég er viðkvæmt blóm og á erfitt með að taka þeirri fullyrðingu að ég sé bjáni. Enn verra þykir mér að heyra fullyrt við börn að þau séu fífl. Gert mikið úr mistökum þeirra. Þegar farið er í barnið en ekki boltann.
Ég átti eina ömmu undir Eyjafjöllum sem ég fékk oft að heimsækja. Fór í orlof. Þar var lítið gert úr mistökunum. Öllu var tekið með brosinu blíða. Röddin ráma sagði „Jæja, varstu að bleyta síðustu buxurnar þínar væni. Heldurðu. Aldeilis tækifæri til að fá sér kókó. Svo geturðu skriðið í flatsængina. Þið náðuð að kanna svo vel lækinn. Elsku drengirnir. Alveg ómetanlegt.“