freyr@freyr.is
+354 663 8555

Ný heimasíða

Eftir langan meðgöngutíma er ný síða komin í loftið. Freyr.is í nýju, eigin útliti. Langþráð.

Stubbnum kastað

Stubburinn ég stökk út úr búðinni á björtum eftirmiðdegi, arkaði að bílnum. Sá útundan mér hávaxið glæsimenni halla sér upp að glæsikerrunni sinni. Svo sá ég strókinn.

Hreiðrið yfirgefið

Sem faðir velti ég oft fyrir mér hvort ég sé að gera nóg fyrir börnin mín.

Gagnabóndinn

Í mjólkurframleiðslu hefur, líkt og á mörgum öðrum sviðum, orðið bylting síðustu áratugina. Nútímabóndinn er ekki bara kúabóndi, hann er líka gagnabóndi.

Hvernig sefur þú í vinnunni?

Afi á Heiði átti sína stund og sinn stað, sína aðferð, sinn bedda. Pabbi hafði sína aðferð. Á bakinu, olnbogabót yfir augun, útvarpið á.
„Þetta er á Veðurstofu Íslands veðurspá. Skammt suður af landinu er víðáttumikil 1028 millibara…”

Af ömmum og mistökum

Ef það er eitthvað í veröldinni sem ég væri til í að heyra minna af, þá er það fífl, bjánar og kjánar. Þó ekki af heimskupörum heldur af notkun orðanna í ,,uppeldi”.  Ég er nefnilega einn af þeim sem gerir mistök. Án þess að fara í djúpa tölfræðilega greiningu sýnist mér ég gera heldur fleiri […]

Fólkið og fjártæknin

Nýlega gekk ég í Fjártækniklasann. Tæknilega var það ekki ég, heldur 4702080230, en hver man ólógískar talnarunur? Tölvurnar hjá Skattinum eru flinkar við það, manneskjur tengja heldur við félagið mitt, Stöku ehf, en meira að segja viðskiptavinir mínir pæla fæstir mikið í félaginu, þau tengja við mig persónulega og er alveg sama um kennitöluna sem […]

Hvernig verðu bestu stund dagsins?

Eitt er að verja og annað er að verja! Stundir dagsins gefa mis mikið af sér. Munurinn á okkar bestu stundum og öðrum lakari er sjaldnast fáein prósent, heldur margfeldi, sérstaklega í skapandi vinnu og krefjandi. Þá er spurningin. Ef þú ert búin(n) að finna út hvernig þú ætlar að verja þinni bestu stund, hvernig […]

Gleðilegt ár!

Senn líður árið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, frekar en fyrri ár. Þó árið líði þá er engin stund til að iðrast, heldur þakka fyrir það sem liðið ár færði okkur af upplifun og reynslu, sárri og biturri, jafnt sem og góðri og gefandi. Þessi miðvikudagur er síðasti virki miðvikudagur ársins, […]

Er trekantur málið?

Hápunktur helgarinnar hjá mér var klárlega vel heppnaður trekantur. Ég hef prófað áður, með misjöfnum árangri, en nú gekk allt upp. Líkamlegt var það, hreyfing og sviti, vel valin orð í eyra og áhorf á fríska kroppa að iðka sitt sport, yndislegt. Þessum hápunkti náði ég í Egilshöll í Grafarvogi, sportið var knattspyrna, æfingaleikur meistaraflokks […]

freyr@freyr.is
+354 663 8555