Á hverjum degi höfum við val. Við gefum og þiggjum í samskiptum. Hvernig gefum við barni ráð, viðskiptavini þjónustu, vini stuðning, áheyranda orð? Er það einlæg gjöf? Án eftirsjár? Er það gjöf hugsjónar eða tilgangs? Erum við að gefa af okkur, eða gefa fyrir okkur sjálf? Höfum við raunverulegan áhuga? Sjáum við kannski mest eftir að gefa ekki meira af okkur?
Vonandi er það þannig því það merkilega er, að með því að gefa af einlægni og af okkur sjálfum erum við ekki bara að gera það allra besta fyrir samferðamennina, heldur líka fyrir okkur sjálf. Hvort sem það er í einkalífi eða störfum (þó ekki án allra undantekninga, eins og Adam Grant velti upp).
Dagurinn í dag er góður til að gera vel, bæta sig, gera enn betur en í gær. Þetta er frábær dagur fyrir okkur til að vera góð og gefa. Ef við gefum af sjálfum okkur, af einlægni, það allra besta sem við eigum, er aldrei að vita nema gjöfin endist ekki bara daginn, heldur lífið allt, eins og orð Árnýjar frænku minnar um árið.
Fyrirgefðu mér.
Innblástur
Ljóðlínur KK úr Þjóðvegi 66:
"...til eru höfðingjar við Íslands bláu fjöll
sem heldur vilja deyja en lifa í þeirri smán
að hafa ekki gefið sem þeir gátu verið án."
Frekari lestur
Give and take - Adam Grant, sjá einnig samantekt hér.
How to Win Friends and Influence People - Bók Dale Carnegie, samantekt Samuel T. Davis