freyr@freyr.is
+354 663 8555

Hreiðrið yfirgefið

Sem faðir velti ég oft fyrir mér hvort ég sé að gera nóg fyrir börnin mín.

Hvort ég sé að búa þau nógu vel undir að yfirgefa hreiðrið. Efast. Langar að gera betur.

Er sama hugsun holl fyrir vinnustaði? Að stjórnendur hugsi ekki aðeins um hvernig starfsmenn nýtast í núinu, heldur velti fyrir sér hvort verið sé að gera nóg til að búa þau undir að yfirgefa „hreiðrið“?

Hvað getum við gert? Við fræðum og hvetjum, reynum að efla sem við mest megum. Við færum þeim tól og verkfæri, ráð og ábendingar sem nýtast til langrar framtíðar. Hugsum um þeirra langtíma hagsmuni fyrst og fremst.

Er til betri leið? Hvað mun starfsmaðurinn segja um slíkan vinnustað að skilnaði? Já, eða af hverju ætti viðkomandi yfirhöfuð að vilja yfirgefa slíkan vinnustað?

Deila pistli

Aðrir pistlar

freyr@freyr.is
+354 663 8555