freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #1

— Tæknitrix á Facebook

Viltu nota Facebook meira en Facebook notar þig? Hugmynd: Hentu út Facebook appinu, smelltu bókamerki inn í vafrann á: http://facebook.com/notifications Með þessu móti geturðu séð allar tilkynningar, án þess að láta tímalínuna toga þig og þína athygli til sín (eins og hún er hönnuð til að gera)! Ps. ekki klikka á að stilla tilkynningar þannig að sjáir aðeins ábendingar frá ómissandi hópum og síðum.

— Dugnaðar dellan

Gætum okkur á dugnaðar dellunni. Þreyta má aldrei verða mælikvarði, hvað þá markmið. Það er oft gaman að taka á því, svitna, redda málum, en hví það, ef skynsemi og skipulag er það sem kemur þér af öryggi fyrst í mark?

— Viltu selja?

Að selja er að hjálpa. Að selja er að hlusta. Að selja er að skilja. Hvað getur þú gert í dag til að hjálpa, hlusta og skilja betur?

Aðrar þrennur

5. nóvember, 2020
Könnun eða raun?
Geturðu meira?
Takmarkalaus snilld

freyr@freyr.is
+354 663 8555