freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #3

— Hugmyndir þroskast best með öðrum

Ertu með hugmynd sem gæti orðið að vöru, bók, fyrirlestri, fyrirtæki? Frábært! Ekki þegja um hana, segðu frá, ræddu við aðra. Líkurnar á að einhver steli hugmyndinni eru hverfandi. En að fá viðbrögð og rýni eykur til muna líkurnar á að hugmyndin verði að einhverju! Gleymum ekki að nýsköpun byggir meira á úthaldi og endalausum betrumbótum, samtali, heldur en stakri hugdettu sem færir okkur Nóbelinn á núll einni.

— Breytt hegðun með því að tengja við „trigger“

Kófið hefur kennt okkur margt. T.d. að við getum breytt hvernig við bregðumst við ýmsum hlutum. Hvernig við t.d. opnum hurðir, þvoum hendur eða heilsum fólki. Á þessu má byggja. Við getum tengt kveikju (e. trigger) sem við rekumst á við okkar eigin hegðun. Þrjú uppáhalds dæmi, gömul og ný:

- Þú lendir á rauðu ljósi og tengir það við nýja hegðun: Andar djúpt, brosir breitt og ferð með einhvern peppandi frasa í hvert sinn.
- Lok (vinnu)dags: Haft miða tilbúinn og fyllt út áður en þú lýkur deginum með því mikilvægasta sem þú ættir að gera næsta dag. Max þrír punktar!
- Ertu með morgun rútínu sem er alltaf eins? Prófaðu að bæta einu nýju sem þig hefur lengi langað að byrja að gera aftanvið í eina viku eða tvær. Mátt síðan endilega segja mér hvernig gekk ef þú prófar? (ps. Þessi póstur minn, þ.e. að skrifa, er mitt talandi dæmi um nýja hegðun í enda morgunrútínu 😉 )

— Póst-pot virkar

Oft á vel við hið fornkveðna: „Less is more“. Fékkstu ekki svar við langa flotta út pælda póstinum þínum? Hættu að ímynda þér allskonar ástæður fyrir „þrúgandi þögninni“, prófaðu frekar örstutt póst-pot sem býður upp á snar-svar: „Daginn! Sástu þetta að neðan? Ertu til?“

Aðrar þrennur

19. janúar, 2023
Upphaf
Hálfleikur
Endir

freyr@freyr.is
+354 663 8555