freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #14

— Könnun eða raun?

Mundu: Kannanir eru bara það, kannanir. Eða eins og Sir David Ogilvy sagði. „​Fólk nær ekki hugsunum utanum líðan sína, segir ekki það sem það hugsar og gerir ekki það sem það segir!“​ Hverju er þá að treysta? Nú, því sem fólk gerir! Skoðaðu það, greindu, mældu. Ef alvöru peningar skipta um hendur, atkvæði greidd, þá er það raunverulegt, annars bara könnun. Hverju treystir þú?

— Geturðu meira?

Gömul mýta segir að við notum bara 10% heilans. Það breytir ekki því að við getum flest margfaldað það sem við náum að afreka. Trixin: Lotubundin vinna, leiser skarpur fókus og að henda efasemdum um eigin getu út í hafsauga! Eða eins og David Goggins segir. Þegar hausinn segir þér að nú sé nóg komið, þú getir ekki meir, rífðu þig þá í gang, þú átt enn góð 60% eftir á tanknum!

— Takmarkalaus snilld

Þolirðu ekki ramma? Takmarkanir? Hví? Endaleysa er ónýti. Uppspretta kæruleysis. Nýjungar spretta úr þrengingum. Styttu textann. Þrengdu rammann. Minnkaðu tímann. Auktu við gæðin. Sýndu snilldina!

Aðrar þrennur

29. apríl, 2021
Hamingjudagar
Framúrskarandi
Blessaður tölvupósts-blundurinn

freyr@freyr.is
+354 663 8555