freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #30

— Þúsund og ein afsökun

Ég hef átt betri vikur, magapest, allt í gangi á öllum vígstöðvum. Átti til 1000 afsakanir til að færa þér ekki þessa Þrennu vikunnar. Kom þá í hug saga sem ég heyrði af miklum meisturum, Kára Jóns, afreksþjálfara Ármenninga og Íþróttasambands fatlaðra og hans skjólstæðingi Patreki, spretthlaupara með meiru. Patti var eitthvað aumur í upphafi æfingar og spilaði út „blinda kortinu“ sem afsökun, enda sannarlega löglega blindur. Kári hallaði sér að Patta og sagði á sinn hlýja og hvetjandi hátt: „Patti minn, það eru allir með 1000 afsakanir, þú ert bara með 1001“. Ég þarf ekki að nefna að Patti skilaði rúmlega sínu á þeirri æfingu sem öðrum.

— Fulltrúi djöfulsins

Hver er fulltrúi djöfulsins við þitt borð? Tíundi Ísraelinn*? Sá sem hristir upp í hópnum. Kemur með mótrökin, þessa hollu sýn sem fær okkur annað hvort til að sannfærast um að ákvörðunin sé sannarlega rétt, eða efast nóg til að skipta um skoðun. * https://insightbeforeaction.com/the-tenth-man-rule-principle-explained/

— Mínútur, orð og virði

Er eitthvað vit í því að telja (og selja) mínútur í „business“. Á stundum held ég það sé álíka gáfulegt og að meta gagnið af pistlum í fjölda orða. Hvað ertu að láta frá þér? Hvað stendur eftir? Hvers virði er það?

Aðrar þrennur

17. september, 2020
Eitt í einu
Þegar þrennt er allt en eitt er ekkert
Fimm á dag

freyr@freyr.is
+354 663 8555