Vorið er komið og grundirnar gróa. Um allan bæ heyri ég af löngun til þess að hjóla, ganga eða hlaupa meira. Löngunin er ljómandi byrjun, en venjan er það sem vinnur á endanum. Í þeim anda fylgir ein einföld uppskrift sem vinnur með venju:
Smelltu þér 1 metra í dag, alls ekki meira! Tvo á morgun, fjóra hinn, síðan átta, sextán o.s.frv. Alltaf á sama tíma dags, alltaf sama áminningin eða undanfarinn, þ.e. rútínan við að koma sér af stað. Allt gert til að gera hreyfinguna aðgengilega og áhugaverða, síðast en ekki síst… engar undantekningar!
Ps. það er betra að setja sér efri mörk með þessa aðferð því annars ferðu lengra en hringinn í kringum landið á degi 22 og lengra en til tunglsins á degi 33! 😎
Ef ekkert hefur klikkað hjá þér undanfarna mánuði eru drjúgar líkur á að þú ráðir við meira krefjandi verkefni.
Hvar endar fjárfestirinn sem hafnar engum tækifærum? Hugbúnaðarfyrirtækið sem segir já við öllum beiðnum um nýja fítusa? Trjáræktandinn sem engar greinar klippir? Foreldrið sem segir já við öllum beiðnum barnsins?
Þegar öllu er á botninn hvolft þá skorum við líklega fleiri mörk með því að setja skýrari mörk.
Skráðu þig á póstlistann til að fá gagnlega litla mola jafnt sem lengri pistla í pósthólfið.
© 2022 - 2023, Staka ehf.