freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #4

— Góðar hugmyndir koma frá öðrum

Í bók sinni, „Where good ideas come from“, segir Steve Johnson í löngu máli frá því hvaðan góðar hugmyndir koma. Ég get sparað þér langan lestur. Bókin segir: Góðar hugmyndir koma frá öðrum! Allt frá litlum nýjungum til helstu uppgötvanir sögunnar.

Í aðeins lengra máli: Nýsköpun blómstrar í samvinnu þar sem tækifæri til óvæntra tenginga eru til staðar. Magnaðar uppgötvanir spretta oft af litlum hugboðum og hugmyndum sem þroskast og þróast yfir í aðrar yfir langan tíma. Eða upp á enskuna: „Chance favors the connected minds.“

Ps. Ekki láta þig samt dreyma um að drifkrafturinn til að tengja og fylgja á eftir góða hugboðinu komi frá öðrum! Þitt er að láta kné fylgja kviði!

— Vatnskælar, hraðlar og klasar virka!

Í miðri COVID krísu er erfitt að mæla með hönnun sem hvetur til náinna samskipta, ég geri það samt. Samskipti geta verið góð og gefandi þó tveir metrar séu á milli:
Ef þú vilt að fyrirtækið* þitt fóstri nýsköpun, hannaðu þá rýmið til óvæntra samskipta. Vatnskælar virka, ekki bara til að slökkva þorsta!
Ef þú vilt að fyrirtækið þitt fóstri nýsköpun, skipuleggðu þá „hakkaþon“, nýsköpunardaga, „ship it“ daga. Ör samskipti og gerjun gefa!
Ef þú vilt að fyrirtækið þitt fóstri nýsköpun, styddu þá við leik og lærdóm með öðrum. Þing geta þeytt hausum í gang. Rétt útfært samstarf fyritækja, t.d. klasasamstarf innan geira, getur gert tvo + tvo að einhverju miklu meira en fjórum!
*fyrirtæki = Fyrirtæki, stofnun, opinber aðili, í háskólanum nefnt einu orði skipulagsheild.

— Akstursráð Ómars og aukin afköst á skrifstofunni

Ég hugsa oft til Ómars Ragnarssonar við akstur. Ómar segir t.d. að þreyttur bílstjóri ætti ekki að berjast á móti þreytunni heldur taka „ör-blund“. Ég vil meina að það sama gildi við krefjandi skapandi vinnu. Eru nýjar hugmyndir hættar að koma? Ör-blundurinn endurnærir alla hugsun! Ekki er ör-æfingin verri! Prófaðu 4ra mínútna tabata** skrifstofu-æfingu og nýju hugmyndirnar hrúgast inn á eftir! **4mín tabata = Æfing að eigin vali í 20 sekúndur, 10 sek hvíld, endurtekið 8 sinnum, alls 4 mínútur

Aðrar þrennur

26. nóvember, 2020
Öryggisfulltrúinn
Örbylgjuhoppið
Gamla stýrikerfið

freyr@freyr.is
+354 663 8555