freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #40

— Skilvirknin

Enn hefur ekki verið fundið betra ráð til aukinnar skilvirkni en að sleppa því að gera það sem minna eða jafnvel engu máli skiptir þegar upp er staðið.

— Gjöfin

Hefðurðu gefið nóg í vikunni? Brosað að fyrra bragði, óháð því að fá bros til baka? Hrósað af heilindum án þess að vænta svars? Gefið, viðtakandans vegna? Sýnt kærleika í verki, án þess að ætlast til nokkurs til baka?

— Skánin

Stundum sakna ég sveitavinnunnar. Að geta séð svart á hvítu hvar ég stend, hvað er búið, hvað er eftir. Líkt og að stinga skán út úr fjárhúsum. Þar sem hver stunga færir okkur nær endamarkinu. Þar sem króin er eins og súlurit væri henni lyft upp á endann. Best með öðrum, sárir lófar, sviti og þreyta. Sameiginlegt markmið. Sigur unninn með flugi síðustu skánarflögunnar út um dyrnar.
Eða hvað? Kannski er það ekki taðið sem er toppurinn eftir allt saman? Heldur vel heppnuð samvinna með góðu fólki? Vinna að sameiginlegu markmiði? Sjónrænt yfirlit? Augljós framgangur?

Aðrar þrennur

17. september, 2020
Eitt í einu
Þegar þrennt er allt en eitt er ekkert
Fimm á dag

freyr@freyr.is
+354 663 8555