freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #42

— Þá fyrst

Þá fyrst þegar ég veit hvað viðsemjandinn vill, betur en hún sjálf, þá fyrst þegar ég skil hana og hennar ástæður betur en mínar eigin, þá fyrst er kominn tími til að bjóða fram annað en áhuga, fróðleiksfýsn og spurningar. Þá fyrst.

— Samsíða

Er til betri leið til að vera (eða verða) sammála en að ganga hlið við hlið? Í orðsins fyllstu? Öxl í öxl, þar sem línur liggja í sömu átt?

— Allt í kerfi

Hjá mér fer allt í kerfi, ef ekki er allt í kerfi. Meira að segja það að hreyfa mig að lágmarki 5 mínútur á dag er í kerfi. Ég sem elska hreyfingu og geri allt fyrir hana, þarf þennan ramma. Það síðasta sem ég geri í minni einföldu átta þrepa morgunrútínu er að hreyfa mig í 5 mínútur eða meira. Hvorki flókið eða mekkanískt „kerfi“, en virkar vel fyrir mig. Kosturinn við þetta eins og önnur kerfi er að það er létt að mæla, brilljant að breyta smátt og smátt og bæta við.

Aðrar þrennur

16. desember, 2021
Öfugsnúið
Verkefna-jól alla daga
Röð viðbragða

freyr@freyr.is
+354 663 8555