freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #43

— Upp á æðra stig

„Já, en hver er þá ákvörðunin?“ Ó, hve þessi saklausa stutta setning getur breytt miklu. Getur lyft sundurlausu samtali upp á æðra stig. Gert fund að stund ákvörðunar. Það auðnast hvorki öllum mönnum né fundum að komast upp á æðra stig. En mikið er nú gaman að verða vitni að því!

— Heilinn og vatnið

Fljótandi vatn er ekki flókið. Það finnur sér alltaf léttustu leiðina. Heilinn er flókinn en vill þó eins og vatnið heldur fara sína léttu leið. Heilinn vill spara orku, gerir það með því að endurnýta gamlar venjur, við rennum áfram okkar öruggu leið, höldum í siði, stundum ósiði, af því það er léttara.
Hvort sem þú vilt nýta þér vatn eða heila er hollt að hugsa um eðlið. Vatnið á sér annað eðli, eða ham. Ham sem krefst meiri orku en þarf til að renna áfram léttustu leiðina, gufuna sem svífur um loftin blá. Gufuna sem getur skapað einstakar nýjar myndir sem heimurinn hefur aldrei séð, dáist að.
Heilinn á sér líka annan ham, eðli. Ham sem krefst meiri orku en þarf til að renna áfram léttustu leiðina. Í þessum ham getum við skapað nýjar myndir, nýjar lausnir og leiðir, sem heimurinn hefur aldrei séð, dáist að!

— Einfaldleikinn

Geturðu einfaldað? Gert aðgengilegra? Skýrt þannig að ókunnugur skilji strax? Stundum finnst snilldin einmitt falin þar, í einfaldleikanum!

Aðrar þrennur

1. desember, 2022
Söngur, vax og mastur
Eldfjöll
Uppsöfnun auðs

freyr@freyr.is
+354 663 8555