Ef þú velur klukkustundum ársins verkefni af sömu kostgæfni og þú valdir þér konfektmola yfir hátíðarnar, þá eru miklar líkur á að eftirbragð ársins verði bæði sætt og gott.
Fyrsti fimmtudagur ársins. Stund sannleikans. Muldraðirðu eitthvað óljóst í barminn um hátíðarnar, eða settirðu sannarlega áramótaheit? Ef já…
Langar þig að standa við heitið? Hefður sagt einhverjum frá því? Er raunhæft að þú náir því? Er augljóst hvenær því er náð? Hvernig þú telur, eða mælir? Veistu hvernig þú brýtur það niður í minnstu mögulegu búta? Byrjar strax í dag? En ert jafnframt klár á hvað þú gerir ef þú klikkar einu sinni?
Ef já við öllu… þá kemstu áfram í þessum spurningaleik og þokkalegar líkur á að þú komist líka yfir á næsta ár einu áramótaheiti ríkari.
Ef nei við einhverju að ofan, þá er þessi fimmtudagur varla verri en hver annar til að stilla sig aðeins betur af fyrir gleði- og árangursríkt ár!
Náðu stjórn á hvert þú beinir athygli þinni og öll heimsins áramótaheit verða leikur einn.
Skráðu þig á póstlistann til að fá gagnlega litla mola jafnt sem lengri pistla í pósthólfið.
© 2022 - 2023, Staka ehf.