freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #50

— Geimskutlu trixið

Mel Robbins er fræg fyrir flotta pepp fyrirlestra og dáð í Ameríku fyrir sínar bækur. Þið munið þó seint sjá mig klappandi á fremsta bekk í bókaklúbbnum hennar. Ég las eina langa bók sem innihélt þó aðeins eitt stutt ráð, endurtekið í sífellu. Ráðið er þó hreint ekki ónýtt. Þú færð það hér, í mínu boði.

Viltu koma meiru í verk? Hika minna? “Snúsa” sjaldnar? Þá er bara að gerast geimskutla! Sama hvað þú þarft að gera, byrjaðu bara að telja niður, líkt og þú værir á skotpallinum: 5, 4, 3, 2, 1 …BÚMM! Af stað! Láttu vaða! Ekki hika! Geimskutlur hika ekki. Héðan í frá, ekki þú heldur!

ps. fyrir þá sem vilja frekar læra trixið á 248 blaðsíðum, þá er slóðin hér.

pss. peppandi viðtal við Mel Robbins um efnið má finna hér.

— Taktíkin

Handboltaleikur. Tvö lið. Sömu reglur. Gerólík taktík. Ef lítið gengur, þá þarf nýja nálgun. Ef keppinauturinn breytir, þá verður að bregðast hratt við. Stundum jafnvel með engan í marki. Allir í sókn!
Atvinnulífið. Mörg lið. Sömu reglurnar…
Hver er þín nálgun? Hefurðu hangið í sama leikkerfinu lengi? Er keppinauturinn búinn að breyta? Er kominn tími á nýja taktík?

— Stór hundur

Góður vinur sagði við mig í vikunni: “Ég er ekkert annað en stór hundur sem þarf að viðra reglulega!”
Ég kinkaði kolli. Langaði mest að dilla rófu til samþykkis.
Ætla að muna að viðra mig í dag.

Aðrar þrennur

25. mars, 2021
Sóunar bingóið
Spurningar og svör
Kassarnir mínir

freyr@freyr.is
+354 663 8555