Einu sinni æfði ég spjótkast. Nú æfi ég skriftir. Meiri líkindi en margan gæti grunað. Árangurinn byggist mest á því að bæta sig og styrkja í atrennu og útkasti. Þar er grunnurinn lagður. Svif og lending er afleiðing af því sem á undan fer.
Það sama gildir um pistla og köst. Tími og athygli sem varið er í að fylgjast með hvernig pistill svífur og lendir hinum megin mun tæplega bæta mikið árangurinn. Mikilvægara er að sinna því sem gerist áður en hönd sleppir, hvort heldur afrek eru unnin með spjóti eða lyklaborði.
Viltu koma þér af stað aftur af krafti? Þá er ágætt að muna að það sama gildir og við akstur í snjó og hálku. Það fer snjaldnast vel að gefa allt í botn þegar leggja á af stað. Þú kemst fyrr þangað sem þig langar með varfærinni byrjun, þó hjólin snúist hægt í fyrstu.
Hvert vill vatnið renna? Ertu nokkuð að reyna að burðast með það aftur upp fjallið í fötu?
Stundum verðum við að sætta okkur við eðli og vilja vatns og manna. Vinna frekar með og reyna að beina í nýjan farveg, niður í mót, heldur en að berjast á móti ríkjandi kröftum.
Skráðu þig á póstlistann til að fá gagnlega litla mola jafnt sem lengri pistla í pósthólfið.
© 2022 Freyr Ólafsson