freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #57

— Að velja og hafna

Til að ná stórum sigrum í framtíð getum við vart annað en neitað okkur um ýmislegt, stórt og smátt í núinu.

Kúnstin er að velja og hafna.

Til að ná stórum sigrum í framtíð verðum við að grípa tækifærin í núinu, stór og smá, stökkva af stað, án þess að hika.

Kúnstin er að velja og hafna.

— Þjónn og herra

Dreymir þig um að stjórna meiru? Verða jafnvel „eigin herra“? Fer nett í taugarnar á þér þegar stjórinn pikkar í þig og þú getur ekki annað en stokkið til? En hver er þinn kröfuharðasti „herra“ í dag? Liggur hann stundum í þínum eigin lófa? Er fyrsta skrefið að því að verða „eigin herra“ mögulega að slökkva á öllum tilkynningum frá símanum? Tryggja þannig að hann kalli þig ekki til annarra „verka“ þegar síst skyldi? Að tryggja að síminn sé sannarlega þinn þjónn sem þú pikkar og potar í þegar þér hentar en ekki öfugt?

— Upphaf og endir

Hví bölva svefnleysi að morgni þegar rótin liggur í venjum kvöldsins? Hví bölva rótleysi dagsins að kvöldi þegar vandinn liggur í venjum morgunsins? Í upphafi skyldi endinn skoða.

Aðrar þrennur

25. maí, 2023
Viskí og vandi
Sigur og tap
Mælt og bætt

freyr@freyr.is
+354 663 8555