freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #58

— Grjót og gler

Eftir allt of langan vinnudag las ég línu á Twitter eftir einn minn uppáhalds vitring (@paraschopra): „Ég verð að segja að það er vonlaust að vinna á hámarks afköstum lengur en 3-4 tíma.“ Hristi þreyttan hausinn og brosti út í annað. Ákvað samt að að morgni myndi ég skrifa um eitthvað allt annað en tímastjórnun og afköst. Grjót er best geymt inni í glerhúsum.

— Mæta manneskja!

Hvað gerir manneskjur að mætum manneskjum? Góð byrjun er líklega að mæta eins og manneskja. Gera sitt. Moka sinn flór. Hegða sér eins og mæt manneskja. Sönn. Alla daga. Ekki bara meðan kastljósið lýsir upp sviðið.

— Teygjan og títuprjónninn

Ég er eins og æfingateygja. Flöt og þunn gúmmíteygja sem er bara ómerkileg hrúga í horni meðan hún er ekki í notkun. Teygja sem fer fyrst að gera gagn að viti þegar togið byrjar. Þarf að minna mig á að teygjur hafa sín takmörk. Því kröftugar sem togað er, því þynnri verður hún. Þynnist þar til ekki þarf nema eina litla rifu. Í ystu mörkum þarf ekki nema eitt títuprjónsgat, þá er teygjan brostin. Gott að muna. Sárt að gleyma.

Aðrar þrennur

15. október, 2020
Þegar já þýðir þúsund nei
Sekúndur sem skipta sköpum
Spilaðu þinn leik

freyr@freyr.is
+354 663 8555