freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #60

— Tengt í næði

Ósköp getur verið gott að vinna í góðum hópi, hlusta á hljóðbók, ræða málin, upplifa, taka inn, lesa. Það breytir ekki því að það er helst í þögninni sem þræðirnir koma saman.

Þannig varð þessi puntur til. Þessar línur voru skrifaðar í einrúmi. Í þögn. Hendur á lyklaborði, stafir á skjá, hugmynd kemur í koll, orð verða að setningum, yddað og endurskrifað. Tengt í næði.

— Andað í kviðinn

Það er eilífðar verkefni að læra á sjálfan sig, áreitið og umhverfið. Hvenær er rétt að bregðast við, stökkva til, svara kallinu, vaða í málin? Eða hvenær er réttara að anda bara í kviðinn? Halda sínu striki? Leggja heldur línur og skoða stóru myndina, frekar en að stíga inn í hringiðuna?
Það verður ekki alltaf bál þó það sjáist blossi.

— Reddast

Já, þetta gæti alveg reddast, upp á íslenska mátann. En væri nokkuð verra að setja upp plan? Lista upp áhættuþættina? Forvinna og fyrirbyggja? Hafa góða yfirsýn á einum stað? Tryggja að allir séu samstíga? Upplýsa?

Aðrar þrennur

14. janúar, 2021
Vika tvö
Skipulögð hvíld
Með vitund

freyr@freyr.is
+354 663 8555