freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #62

— Hver og hvað

Eitt af mínum mörgu verkefnum er að hjálpa fólki að vita hvað það vill vera og gera. Það er merkilega mikil áskorun að finna út og vita.

Hvað ertu og hvað viltu? Ef þú getur svarað því í einni línu, þá ertu nú þegar í mun betri stöðu en margurinn.

— Svefn og ragn

Hví bölva svefnleysi að morgni ef rótin liggur í venjum kvöldsins, eða þaðan af fyrr?

Bætum þær og bölvum minna næsta morgun.

— Óreiðulögmálið

Heimurinn hneigist til óreiðu heyrðist stundum sagt í menntaskóla. Ekki aðeins þegar herbergið á heimavistinni var skoðað, heldur sem grjóthörð eðlisfræði.

Sama virðist eiga við í rekstri. Sama hve vel er gengið um hnúta, rammað inn og skipulagt, þá er erfitt að berjast gegn óreiðulögmálinu. Út af brautinni rennum við.

Óþörf verk og óskilvirk eiga það til að safnast upp í rekstri eins og óreiða í unglingsherbergi. Svarið augljóst og eins. Á endanum er ekki annað að gera en bretta upp ermar og taka til!

Aðrar þrennur

4. febrúar, 2021
Óþarfar efasemdir
Númer eitt
Ein kveikja

freyr@freyr.is
+354 663 8555