freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #63

— Fullkomnunarlömun

Það er fátt varasamara í vinnu og lífi en fullkomnunarlömun. Sjálfsköpuð og hættulegt. Að ætla að reyna að greina þar til fullri vissu er náð. Betrumbæta þar til varan er fullkomnuð, pistillinn eða bókin villulaus. Nú eða bíða þar til þú ert algjörlega til í að byrja að æfa/skrifa/fyrirgefa/njóta… Hvenær verður það? Lífið er ekki fullkomið. Stundum þarf bara að láta vaða! Núna?

— Kraftsóun

Að setja meira afl í óskilvirkt kerfi skilar sannarlega einhverju. Það skilar jú sóun, rusli og rugli út af áður óþekktum krafti. Hvernig væri að kíkja fyrst á kerfið, koma því í stand og keyra svo upp kraftinn?

— Forgangsröðunar ferningarnir

Hver eru stóru málin í raun? Hvað ættum við að gera fyrst? Af hverju? Með saklausri lítilli æfingu, sjá á blaði hér, má ná yfirsýn og forðast betur afgreiðslufreistinguna. Hendum upp fjórum ferningum (á enskunni kallað Eisenhower matrix) og finnum þannig út:
  1. Hvað er mikilvægt og áríðandi/tímaháð? (Gera strax)
  2. Hvað er mikilvægt, en skiptir minna máli hvenær er gert? (Bóka, gera síðar)
  3. Hvað er tímaháð og þannig áríðandi, en minna mikilvægt? (Úthluta á aðra?)
  4. Hvað er hvorki áríðandi, eða mikilvægt? (Sleppa)

Aðrar þrennur

11. nóvember, 2021
Letin mun sigra!
Bílskúr mínímalistans
Teygjubindið og kærleikurinn

freyr@freyr.is
+354 663 8555