Klukkustundar bóklestur kennir mikið, en hvað er það á við klukkustundar samtal, andlit í andlit?
Samtal við vin kennir mikið, en hvað er það á við samtal við ókunnuga manneskju? Brotna af öðru bergi? Nýtt andlit með nýja sýn?
Hvar skyldi leynast þitt stærsta tækifæri til lærdóms í dag?
Við þurfum ekki að vera verkfræðingar til að vita hvernig best er að beita teiknibólu. Barn finnur fljótt muninn á flata endanum og þeim oddhvassa.
Það freistar oft í rekstri að fara á flatann. Sinna sem flestu, sleppa engum tækifærum.
Áður en stokkið er af stað með þá strategíu er gott að hugsa til teiknibólunnar. Ef oddinum er beitt þá eru möguleikar okkar ágætir að ná í gegnum flest sem fyrir verður, en annars er umtalsverð hætta á að við endum sem sprungin blaðra, stingum aðeins í gegnum eigin skinn!
Nú storma vitvélarnar inn á sviðið. Þær geta nú útbúið myndir og texta eftir forskrift eins og færustu listamenn. Lagt fram lagatexta sem fá færustu lögfræðinga til að svitna. Fjöldinn óttast störfin sín. Ekki vinur minn í stóru dílunum sem sagði eitthvað á þessa lund í vikunni…
„Ja, ég hugsa nú að það sé dálítið í að þessir skrattar verði betri en ég að bræða saman samninga á barnum!“
Skráðu þig á póstlistann til að fá gagnlega litla mola jafnt sem lengri pistla í pósthólfið.
© 2022 Freyr Ólafsson