freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #67

— Flug og stefna

Þá leggjum við í ‘ann. Við erum að taka á loft á nýju ári, aukum hraðann eftir flugbrautinni, búin að setja stefnuna. Framundan er heilt ár á flugi. Þá er ágætt að minna sig á það sem flugmenn hafa lært, að þó stefnan sé sett, þá verðum við að sannreyna reglulega að við séum á réttri braut. Einn á sextíu segja þeir, eftir 60 mílna flug þá erum við komin eina mílu af braut ef skekkjan er upp á 1°, það telur á langri leið!

Okkar spurning er því hvernig við tékkum okkur af, en ekki hvort, ef við viljum sannarlega komast þangað sem við stefnum.

— Andheiti

Við upphaf árs stígur fólk gjarnan á stokk, heitir á sig og aðra með eitt og annað. Hitt er ekki minna mikilvægt, að vita hvað er okkur ekki til gagns, ánægju eða uppbyggingar og taka það af sömu alvöru. Útiloka það sem tekur meira frá okkur en það gefur. Hvort sem það er fólk eða fjárfestingar, venjur eða viðhorf.

— Uppgjör

Uppgjör um áramót geta verið gagnleg, hvort sem þeim er deilt með alheiminum, eða listað upp í leyni. Um leið og við tökum saman árið þá finnum við um leið hvað við viljum telja og taka eftir á árinu sem er að byrja. Í upphafi skyldi endinn skoða.

Aðrar þrennur

25. nóvember, 2021
Byrjað á brauði
Kveikt og slökkt
Á baki fílsins

freyr@freyr.is
+354 663 8555