Ertu með eitthvað í huga? Eitthvað sem þig langar að sjá verða að veruleika? Með því að byrja strax að lestri loknum, þó það sé ekki nema stíga fyrsta skrefið, taka fyrstu nokkrar mínúturnar í málið, þá er með því einu hálfur sigur unninn! Það þarf ekki að fullkomið, ekki frábært, varla einu sinni gott. Það sem er öruggt er að upphafsskref verða ekki heillaskref nema þau séu stigin!
Suðrænir njóta síestunnar um miðbik dagsins. Hádegislúrinn heillaði í minni sveit. Í handbolta er það hálfleikur. Hver sem ákefðin eða hitinn er þá gagnast flestum að staldra við, hugleiða leikplanið, koma þannig sterkari inn í seinni hálfleikinn.
Er kominn tími á leikhlé hjá þér? Hálfleikurinn skipulagður?
Endirinn nálgast. Hver dagur, hver klukkustund færir okkur nær því óumflýjanlega! Það getur rifið í að hugsa til þess, en líka rifið okkur í gang.
Hverju viltu ná áður en lokaflautið gellur? Eitt eða tvennt? Þín hugsjón? Þín hugmynd? Þín arfleifð?
Skráðu þig á póstlistann til að fá gagnlega litla mola jafnt sem lengri pistla í pósthólfið.
© 2022 - 2023, Staka ehf.