freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #7

— Eitt í einu

Tætingur er aldrei svarið. Vinna í einu, því allra mikilvægasta, kýla á það, klára, kveðja, bless! Það er enginn sigurvegari í keppninni „tættasti starfsmaður vikunnar“, svo mikið er víst. Er hægt að bunka upp verkefnum? Taka lotur?

— Þegar þrennt er allt en eitt er ekkert

Ertu að kynna möguleika fyrir einhverjum? Stilla upp tilboði? Geturðu bætt tveimur möguleikum við? Boðið upp á þrjá kosti? Með því gætirðu breytt pælingum viðkomandi úr hvort hún vill vinna með þér, yfir í hvernig!

— Fimm á dag

Manstu eftir fimm á dag? Ráðlagður dagskammtur af grænmeti og ávöxtum. Steinliggur! Hollt og gott! En hvernig getum við komið á venju sem þessari? Ég er með fimm hugmyndir:
1. Komdu þér upp blaði með 5 reitum fyrir hvern dag, hakaðu við fyrir hverja gúrku og gulrót.
2. Vertu með app í símanum, t.d. „Five a Day“ appið og merktu við hvern skammt.
3. Finndu til þinn dagskammt í ílát að morgni, hafðu á áberandi stað og tryggðu að þú hafir tæmt að kvöldi.
4. Finndu fimm atriði yfir daginn til að tengja við og fáðu þér einn ávöxt eða grænmeti við hvern. T.d. einn við fyrstu máltíð dagsins, annan áður en ferð út úr dyrum, þriðja eftir að kemur heim… etc.
5. Settu fimm netta steina í vinstri vasann að morgni, færðu einn yfir í hægri vasann fyrir hvern „bita“ og vertu viss um að vinstri vasinn sé tómur fyrir svefninn! Ps. það er ókostur að þekkja ekki muninn á hægri og vinstri ef beita á þessa aðferð 😅
Skiptu síðan út grænmeti og ávöxtum í ofangreindu fyrir hvaða jákvæðu breytingu sem þú vilt koma á í þínu lífi, innan eða utan vinnu. Steinliggur, ekki satt?

Aðrar þrennur

7. apríl, 2022
Grjót og gler
Mæta manneskja!
Teygjan og títuprjónninn

freyr@freyr.is
+354 663 8555