freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #70

— Einstigið

Fáar leiðir að hamingjunni eru vandfarnari en einstigi einverunnar. Hamingjan er í hópnum og hinum oftar en margan grunar.

— Hjarðdýr

Við manneskjurnar erum hjarðdýr. Flink að stíga ölduna, dansa í góðum takti við umheiminn. Hermum meðvitað og ómeðvitað, fylgjum tískunni, föllum inn í hjörðina.

Um leið dáumst við úr fjarska að hinum, afreksfólkinu í listum og viðskiptum sem treður sjaldnast troðinn snjó. Þorir að stinga í stúf, les ölduna en velur að stíga á móti, stika á móti straumnum, endar stundum með höfuð undir vatni en stendur á endanum uppi með pálma í höndum. Aðdáunarvert.

— Pólstjarnan

Markmið eru góð. Líkt og Pólstjarnan á norðurhimni, gott og fallegt leiðarljós. En þó stjarnan sé falleg á að horfa, þá kemur það okkur ekkert nær að stara á hana í tíma og ótíma. Það eru skrefin sjálf, í rétta átt, sem koma okkur nær, eitt í einu, áfram, áfram!

Aðrar þrennur

26. nóvember, 2020
Öryggisfulltrúinn
Örbylgjuhoppið
Gamla stýrikerfið

freyr@freyr.is
+354 663 8555