Á hárri hengibrú er eðlilegt að finna fyrir fiðringi. Fá jafnvel smá skjálfta í fæturna.
En hversu óyfirstíganleg sem þín næstu skref í leik eða starfi kunna að sýnast þá hjálpar sjaldnast nokkuð að stara ofan í hyldýpið. Hollara ráð er að hafa augun á hinum bakkanum, anda djúpt, taka stutt skref, áfram áfram. Fyrr en varir er fast land undir fótum á ný!
Af endurtekningunni leiðir öryggið, á örygginu byggist hugrekkið.
Æfingin og endurtekningin er og verður það sem meistarann skapar.
Snillingurinn Seneca spurði eitt sinn: Er til meira ólán en að synda átakalaust í gegnum lífið alla daga? Að fá aldrei að sýna og sanna fyrir sjálfum sér eða öðrum úr hverju við erum gerð?
Skráðu þig á póstlistann til að fá gagnlega litla mola jafnt sem lengri pistla í pósthólfið.
© 2022 Freyr Ólafsson