freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #72

— Hengibrúin

Á hárri hengibrú er eðlilegt að finna fyrir fiðringi. Fá jafnvel smá skjálfta í fæturna.

En hversu óyfirstíganleg sem þín næstu skref í leik eða starfi kunna að sýnast þá hjálpar sjaldnast nokkuð að stara ofan í hyldýpið. Hollara ráð er að hafa augun á hinum bakkanum, anda djúpt, taka stutt skref, áfram áfram. Fyrr en varir er fast land undir fótum á ný!

— Endurtekningin

Af endurtekningunni leiðir öryggið, á örygginu byggist hugrekkið.

Æfingin og endurtekningin er og verður það sem meistarann skapar.

— Átakaleysið

Snillingurinn Seneca spurði eitt sinn: Er til meira ólán en að synda átakalaust í gegnum lífið alla daga? Að fá aldrei að sýna og sanna fyrir sjálfum sér eða öðrum úr hverju við erum gerð?

Aðrar þrennur

25. mars, 2021
Sóunar bingóið
Spurningar og svör
Kassarnir mínir

freyr@freyr.is
+354 663 8555