freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #73

— Brekkurnar

Íþróttamanneskjan blótar ekki brekkunni, heldur sér í henni ómetanlegt æfingatæki. Tekur á, fær jafnvel blóðbragð í munn, aftur niður, aftur upp. Hraðar, hærra, sterkar.

Lífsins brekkur eru mis brattar, mis velkomnar. Við sjálf mis undirbúin. Alltaf jafn gott að minna sig á að það sama gildir um allar heimsins brekkur. Engin er endalaus! Allar geta þær kennt okkur eitthvað, styrkt okkur eitthvað.

— Endalaust

Fátt er varasamara við stofnun fyrirtækis en aðgengi að endalausu fjármagni. Líklega einna helst það að stofnendur telji sig hafa endalausan tíma til athafna.

— Þú ert klár!

Hræðsla eða óöryggi er ekki viðbragð sem þarf að æfa. Innbyggt og inngróið. Ómetanlegt á gresjunni. Kom genunum þínum að þessum skjá. Þessum orðum.

Hræðsla og óöryggi drepur fleiri drauma í dag en nokkuð annað. Skelfing hamlandi fyrir skapandi manneskjur. Dregur úr drifkrafti. Býr til löngun í bið og frest.

Frétt dagsins: Það er enginn að biðja þig að hlaupa yfir gresjuna með ljónin lúrandi á kantinum, aðeins að stíga þetta eina litla skref. Það verður ekkert betra seinna. Þú ert klár!

Aðrar þrennur

14. janúar, 2021
Vika tvö
Skipulögð hvíld
Með vitund

freyr@freyr.is
+354 663 8555