freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #74

— Róðraliðið

Ég heyrði örsögu af róðraliði sem notaði einfalda aðferð til að bæta sig. Hver og einn liðsmaður tók allar sínar ákvarðanir, alla daga, öllum stundum, út frá einu viðmiði. Fer báturinn hraðar ef ég geri þetta eða hitt? Næring, æfing, hvíld… allt metið út frá sömu mælistiku, kemur það bátnum hraðar í mark?

Þetta fékk mig til að hugsa til þín og þíns liðs. Vita allir í þínu liði hvernig „hraðinn” á þínum „bát” er mældur? Eða hvað kemur honum „hraðar” áfram?

— Klukkutími á dag

Góður maður sagði eitt sinn: Það er svo lítið mál að koma sér í gott form. Þú æfir bara vel í góðan klukkutíma á dag. Einfalt ekki satt? Spurningin er bara, hvernig getur þú orðið sú manneskja sem æfir í góðan klukkutíma á dag, alla daga?

— Ákvarðanir

Ákvarðanir eru í eðli sínu einfaldari en flest, aðeins tveir möguleikar, alltaf. Annað hvort er búið að taka ákvörðunina, eða ekki. Sjaldnast fullkomin fyrir alla, eða alla tíð, en þær eru eins og æfingin, betur teknar en ekki teknar.

Aðrar þrennur

22. október, 2020
Bókað
Vertu forseti
Hvað er betra verð?

freyr@freyr.is
+354 663 8555