freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #75

— Fötin og venjurnar

Fötin skapa manninn, sagði auglýsingin. Ég kaupi það ekki. Ég hef meiri trú á að venjan skapi manninn.

Af fatabunkanum þínum sjáum við hvert þú horfðir, hver þú vildir vera. Í fortíð.

Af „venjubunkanum” þínum sjáum við á hverju þú byggir, hver þú getur orðið. Í framtíð.

— Djarfur lærir

Barnið lærir hratt af dirfsku sinni við að gera nýja hluti. Að mistakast, að reyna aftur og aftur. Það lærir af stórum fyrirmyndum, fær stuðning, gleðst yfir hverju skrefi, fer hraðar, hærra, sterkar.

En þú? Hvað þarftu dirfsku til að drífa þig í? Til hvaða stóru fyrirmynda getur þú horft? Fengið stuðning? Hægt af stað loks hraðar, hærra, sterkar?

— Tveir af tíu

Af hverjum tíu hlutum sem þú ert með á listanum er líklegt að lang mestu muni um tvo. Geturðu fundið þá, geymt hina (eða gleymt), sett aukið afl í aðeins þetta tvennt, haldið áfram, endurtekið?

Aðrar þrennur

10. september, 2020
Aðalríkur allsgáði, Phelps og þú
Mjór er mikils vísir
Umsögnin

freyr@freyr.is
+354 663 8555