freyr@freyr.is
+354 663 8555

Þrenna #8

— Góður stjórnandi syndir alltaf bringusund!

Góður stjórnandi syndir ekki skriðsund, með höfuðið hálft ofaní vatni og rótast áfram. Nei, góður stjórnandi syndir bringusund, með gamla laginu! Höfuð upp úr vatni, ýtir með stórum handartökum áskorunum, áhyggjum og vandamálum kröftuglega frá, alltaf með yfirsýn, sér alltaf til lands!

<br/>

ps. Innleggið í þessum örpistli heyrði ég í gær haft eftir reynslumiklum Rangæingi, stjórnanda úr byggingageiranum, sem svaraði svo, poll rólegur, þegar einhver hafði áhyggjur af því að hann, með alla þessa ábyrgð í risavöxnu verki, væri svo yfirvegaður.

— Spliffuð mælingar pæling

Nú er vika í nýjan ársfjórðung. Þú setur vonandi á blað háleit markmið fyrir þig og þitt teymi/fyrirtæki/stofnun. Markmiðið mjög líklega útkomu, eða niðurstöðumarkmið. Segjum t.d. að selja sjöhundruð pakka af spliffi, donki og gengjum. Framganginn getur þú auðveldlega mælt í sölutölum mánaðar. Það er fínt. En hvað er það sem ræður mestu um hve marga pakka þú selur? Gefur besta vísbendingu um árangur ársfjórðungins? Er það fjöldi kynninga í verslunum eða fjöldi samtala við landshlutafélög spliffara? Fjöldi matarboða með helstu donk og gengju gengjunum?
Þá er spurning um þennan ársfjórðung sem lúrir hinumegin við helgina. Viltu setja smá púður í pælingar um „vísbendingarmarmið“, frekar en útkomu? Mæla vikulega? Pældu allavegana í því!

— Óttalaus október

Ef það er eitthvað sem við getum gengið að sem vísu í komandi mánuði þá er það efinn. Við munum efast um eigin ágæti, fá fiðring í maga, hika, sleppum því að stíga skrefið. Eða hvað? Hvað ef við snúum nú á efann? Höldum óttalausan október? Um leið og kitlið kemur, kýlum á það djarfar en okkur grunaði að væri hægt? Stökkvum upp þrjú þrep, en ekki eitt? Skrifum í blöðin en ekki á miða? Biðjum um fund með okkar flottustu fyrirmynd frekar en muldra í barminn? Látum kitlið þýða, nú kýli ég á það!? Fyrir efann í orðabók október standi, ég er frábær! Já ég þori get og vil!

Aðrar þrennur

20. ágúst, 2020
Hugmyndir þroskast best með öðrum
Breytt hegðun með því að tengja við „trigger“
Póst-pot virkar

freyr@freyr.is
+354 663 8555