freyr@freyr.is
+354 663 8555

Átök og hreysti

Blótarðu stundum átökum í eigin teymi? Eða átakaleysi?

Hefur já-kórinn alltaf rétt fyrir sér, af því hann syngur einni röddu?

Stundum eru átök, önnur rödd við borðið, einmitt hraustleikamerki. Einmitt það sem þarf til að bæta útkomuna.

Deila mola

Aðrir molar

7. apríl, 2022

Ég er eins og æfingateygja. Flöt og þunn gúmmíteygja sem er bara ómerkileg hrúga í horni meðan hún er ekki í notkun. Teygja sem fer fyrst að gera gagn að viti þegar togið byrjar.

Þarf að minna mig á að teygjur hafa sín takmörk. Því kröftugar sem togað er, því þynnri verður hún. Þynnist þar til ekki þarf nema eina litla rifu. Í ystu mörkum þarf ekki nema eitt títuprjónsgat, þá er teygjan brostin. Gott að muna. Sárt að gleyma.

freyr@freyr.is
+354 663 8555