Það er mikið búið til af lélegum skáldsögum, þó annað megi ráða af auglýsingum þessa dagana. Þær allra verstu verða oft til í eigin kolli. Ég samdi til dæmis Efasemdarkróniku og Kveifarvatn sömu vikuna! Hefurðu heyrt um klassíkerinn Sjálfshrætt fólk?
Okkar tækifæri felast í að gerast ritstjórar í eigin lífi og tryggja að þessar vondu skáldsögur, uppfullar af lygasögum um eigin vangetu, komist ekki af hugmyndastigi!
Megi næsta ár verða þér gott svo út megi koma þín eigin bókasería. Ég sé fyrir mér titla eins og: „Mér tókst það!”, „Tilgangnum náð!”, „Svona gerði ég heiminn betri á einu ári!”