Eftir allt of langan vinnudag las ég línu á Twitter eftir einn minn uppáhalds vitring (@paraschopra): „Ég verð að segja að það er vonlaust að vinna á hámarks afköstum lengur en 3-4 tíma.“ Hristi þreyttan hausinn og brosti út í annað. Ákvað samt að að morgni myndi ég skrifa um eitthvað allt annað en tímastjórnun og afköst. Grjót er best geymt inni í glerhúsum.