freyr@freyr.is
+354 663 8555

Markmið um markmið

Áramótin fá marga til að stíga á stokk. Lofa framtíðar sjálfum sér eða öðrum öllu fögru. Holl æfing það, að setja sér markmið.

Ágætis byrjun gæti verið að setja sér markmið um markmið. Að ákveða hvernig og hvenær við vinnum með markmiðin. Hvenær við tökum frá tíma í að setja þau niður. Hvenær við endurmetum og stillum miðið upp á nýtt.

Þannig gæti verið ágætis grunn markmið að vinna í (en ekki að) markmiðunum oftar en einu sinni á ári. Eða hvað?

Deila mola

Aðrir molar

7. apríl, 2022

Eftir allt of langan vinnudag las ég línu á Twitter eftir einn minn uppáhalds vitring (@paraschopra): „Ég verð að segja að það er vonlaust að vinna á hámarks afköstum lengur en 3-4 tíma.“ Hristi þreyttan hausinn og brosti út í annað. Ákvað samt að að morgni myndi ég skrifa um eitthvað allt annað en tímastjórnun og afköst. Grjót er best geymt inni í glerhúsum.

freyr@freyr.is
+354 663 8555