Ég er eins og æfingateygja. Flöt og þunn gúmmíteygja sem er bara ómerkileg hrúga í horni meðan hún er ekki í notkun. Teygja sem fer fyrst að gera gagn að viti þegar togið byrjar.
Þarf að minna mig á að teygjur hafa sín takmörk. Því kröftugar sem togað er, því þynnri verður hún. Þynnist þar til ekki þarf nema eina litla rifu. Í ystu mörkum þarf ekki nema eitt títuprjónsgat, þá er teygjan brostin. Gott að muna. Sárt að gleyma.