freyr@freyr.is
+354 663 8555

Teygjan og títuprjónninn

Ég er eins og æfingateygja. Flöt og þunn gúmmíteygja sem er bara ómerkileg hrúga í horni meðan hún er ekki í notkun. Teygja sem fer fyrst að gera gagn að viti þegar togið byrjar.

Þarf að minna mig á að teygjur hafa sín takmörk. Því kröftugar sem togað er, því þynnri verður hún. Þynnist þar til ekki þarf nema eina litla rifu. Í ystu mörkum þarf ekki nema eitt títuprjónsgat, þá er teygjan brostin. Gott að muna. Sárt að gleyma.

Deila mola

Aðrir molar

18. febrúar, 2022

Áramótin fá marga til að stíga á stokk. Lofa framtíðar sjálfum sér eða öðrum öllu fögru. Holl æfing það, að setja sér markmið.

Ágætis byrjun gæti verið að setja sér markmið um markmið. Að ákveða hvernig og hvenær við vinnum með markmiðin. Hvenær við tökum frá tíma í að setja þau niður. Hvenær við endurmetum og stillum miðið upp á nýtt.

Þannig gæti verið ágætis grunn markmið að vinna í (en ekki að) markmiðunum oftar en einu sinni á ári. Eða hvað?

freyr@freyr.is
+354 663 8555