freyr@freyr.is
+354 663 8555

Uppskera ársins

Við ættum ekki að dæma árið af uppskerunni einni saman. Horfum heldur til þess hvers við plöntuðum, hvað við vökvuðum, hverju við sinntum. Stofnar eru fæstir sterkir frá fyrsta degi.

Deila mola

Aðrir molar

18. febrúar, 2022

Áramótin fá marga til að stíga á stokk. Lofa framtíðar sjálfum sér eða öðrum öllu fögru. Holl æfing það, að setja sér markmið.

Ágætis byrjun gæti verið að setja sér markmið um markmið. Að ákveða hvernig og hvenær við vinnum með markmiðin. Hvenær við tökum frá tíma í að setja þau niður. Hvenær við endurmetum og stillum miðið upp á nýtt.

Þannig gæti verið ágætis grunn markmið að vinna í (en ekki að) markmiðunum oftar en einu sinni á ári. Eða hvað?

freyr@freyr.is
+354 663 8555