Freyr er reyndur stjórnendaráðgjafi sem elskar uppbyggingu!
Freyr hefur undanfarin ár hjálpað litlum sprotum, öflugum stofnunum, jafnt sem stórfyrirtækjum og stjórnendum þeirra að byggja upp, bæta sig og sína starfsemi!

Styðjandi

Freyr hefur stutt við og þjálfað afreksfólk í íþróttum jafnt sem leiðtoga í fyrirtækjum og stofnunum. Eitt af hans uppáhalds hlutverkum er að vera styðjandi og hvetjandi þjálfari á hliðarlínunni.

-Fólk sem vill ná árangri þarf einhvern sem ýtir því lengra.

Stjórnandi

Freyr hefur stýrt ótal alþjóðlegum verkefnum, allt frá íþróttaviðburðum til yfirtöku og umbreytingar fyrirtækja. Stýrt teymum, félagasamtökum, deildum og fyritækjum sem stjórnandi. Nú stjórnarformaður hér og þar.

-Að stjórna er að taka ábyrgð. Virkja, hlusta, styðja, leiða.

Uppbyggjandi

Freyr vill helst byggja upp. Hann hefur á ferlinum komið að uppbyggingu sprotafyrirtækja í hugbúnaðar-, orku- og heilsugeirum, byggt upp íþróttafélag og nú sérsamband, auk uppbyggingu fasteigna. 

-Þegar byggt er upp, þá er gaman.

Nemandi

Freyr er stoltur sveitamaður. Lærði að vinna af foreldrum austur í Landeyjum. 

Skemmtilegustu árin átti Freyr á Laugarvatni, á heimavistinni í ML og síðan í ÍKÍ þaðan sem hann útskrifaðist sem íþróttakennari ’96. Eftir stuttan íþróttakennslu- og þjálfunarferil tók við nám í tölvunarfræði í HÍ sem endaði með útskrift haustið 2000. 

-Eftir skóla, þá fyrst byrjar námið, að læra af lífinu, lesa, hlusta, prófa, mistakast, reyna aftur.