freyr@freyr.is
+354 663 8555

Hagar hefja sókn í upplýsingatækni

Stefnumótun og umbreyting upplýsingatækni með Högum

Sagan

Hagar eru stærsta smásölufyrirtæki landsins. Félagið gerir sér grein fyrir þeim miklu umbreytingum sem eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu á Íslandi. Svarið við ótal áskorunum liggur í upplýsingatækninni. Hagar UT eru upplýsingatækniarmur félagsins.
Hagar eru stærsta smásölufyrirtæki landsins. Félagið gerir sér grein fyrir þeim miklu umbreytingum sem eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu á Íslandi. Svarið við ótal áskorunum liggur í upplýsingatækninni. Hagar UT eru upplýsingatækniarmur félagsins.

Hvenær

Frá mars 2021

Hvað gerðum við saman

Saman höfum við unnið að nokkrum mikilvægum stefnumótandi verkefnum svo sem varðandi hýsingu innviða, teyma og ferlaskipulagi, öryggismálum, að ógleymdri stórsókn fram á við með nýjungar og nýsköpun!

Það sem við lærðum

Sameinað rekstrarumhverfi

Tæknilegir innviðir Haga, s.s. Olís, Bónus, Hagkaup voru hýstir og reknir með margvíslegum hætti af mismunandi teymum. Eftir langt ferli og skoðun var það niðurstaðan að færa kjarnann í innri rekstri á einn stað.

Saman unnum við að því semja við traustan samstarfaðila, Origo, þar sem nú er eitt samstillt teymi sem sér um rekstur helstu innviða.
Starfsmenn Haga geta því enn betur einbeitt sér að sínum verkefnum, að þjónusta viðskiptavini sína í verslunum enn betur.
- Einsleitt umhverfi og aukin sérhæfing eru góður grunnur að byggja á.

Umbreyting tekur tíma

Eitt stærsta verkefni okkar hefur verið að styrkja hina nýju einingu, Haga UT. Sú breyting verður ekki til með einni tilkynningu, heldur samhentu átaki margra, enda félagið margslungið.
Smám saman breytist viðhorf og menning, aftur, ekki af sjálfu sér heldur með stöðugum stuðningi og þjálfun þar sem teymin og liðsmenn þeirra taka virkan þátt í umbreytingunni.
- Með stöðugu samtali og skýrri sýn má flytja fjöll.

Liðsskipan er lykilatriði

Það er freistandi að horfa til liðsíþrótta varðandi uppsstillingu liðs. Þegar ná á árangri í krefjandi samkeppni skiptir hver leikmaður miklu máli. Það þýðir lítið að byggja upp knattspyrnulið með 10 varnarmönnum, ekki frekar en 10 sóknarmönnum.
Þannig höfum við nálgast málin hjá Högum, velja fólk í stöður þannig að liðið sem heild starfi enn betur.
- Einn liðsmaður getur breytt svo miklu, ef hann passar inn í liðið.

Umfjallanir

Eiður leiðir umbreytingu

Eiður Eiðsson er framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Högum. Innkoma Eiðs hefur fært nýjan kraft í UT hjá Högum.

Umsagnir

„Freyr hefur unnið með okkur hjá Högum að stefnumótun í upplýsingatækni. Í hröðum umbreytingum hefur reynst vel að hafa reyndan ytri aðila til stuðnings.“

Eiður Eiðsson — Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

Áhugavert? Sjá verkefni úr safninu að neðan.

Lyfjastofnun leggur nýjar línur

Greining á öllu skipulagi tæknimála

Úttekt á öryggismálum

Stefnumótun í skipulagi upplýsingatækni

Hagar hefja sókn í upplýsingatækni

Útvistun rekstarumhverfis

Ferlar og framfarir

Öryggismál

Payday vex og vex

Tölfræði mælikvarðar settir

Innleiðing á CRM kerfi

Skilgreining á flokkum viðskiptavina

Sportabler bætir skipulagið

Þróun á Abler pay

Sprettir innleiddir

Þróunarferlar með dreifðum teymum

freyr@freyr.is
+354 663 8555