freyr@freyr.is
+354 663 8555

Lyfjastofnun leggur nýjar línur

Úttekt, greining og stefnumótun í upplýsingatækni unnin með Lyfjastofnun

Sagan

Lyfjastofnun er ein af þessum mikilvægu og öflugu stofnunum sem vinna í okkar þágu, oft á bakvið tjöldin, en stundum líka, sérstaklega eins og undanfarin ár í heimsfaraldri í forgrunni. Stofnunin og systurstofnanir hennar úti í Evrópu hafa fengið að finna fyrir heimsmynd í tæknimálum. Netárásir, tilraunir til svika og misnotkunar var eitt af því sem ýtti Lyfjastofnun í að skoða sín mál.
Lyfjastofnun er ein af þessum mikilvægu og öflugu stofnunum sem vinna í okkar þágu, oft á bakvið tjöldin, en stundum líka, sérstaklega eins og undanfarin ár í heimsfaraldri í forgrunni. Stofnunin og systurstofnanir hennar úti í Evrópu hafa fengið að finna fyrir heimsmynd í tæknimálum. Netárásir, tilraunir til svika og misnotkunar var eitt af því sem ýtti Lyfjastofnun í að skoða sín mál.

Hvenær

mars 2021-október 2021

Hvað gerðum við saman

Samstarf við Lyfjastofnun snerist fyrst og fremst um tvennt. Að greina nústöðu og þá sérstaklega í ljósi aðstæðna og öryggis og hins vegar að horfa til framtíðar. Hvaða skipulag í upplýsingatækni væri best til framtíðar.

Það sem við lærðum

Staðlar eru fínir til að styðjast við í skoðun

Við úttekt á öryggismálum horfðum við á starfsemi stofnunarinnar í gegnum „gleraugu" ISO-27001. Hvort sem fyrirtæki eða stofnanir ætla að fara í gegnum fulla vottun eður ei, þá er úttekt og rýni sem fylgir þessum ágæta staðli lærdómsrík og gagnleg. Reynsla af úttektum ótal fyrirtækja og stofnana undanfarin fjölda mörg ár er orðin innbyggð í staðalinn og er gott að geta stuðst við.

Tölvumál er ekki það sama og tölvumál

Margt og mikið hefur breyst varðandi tölvu- og tæknimál. Hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hefur verið nóg að sinna dags daglegum tæknimálum, tryggja að tölvur og grunn hugbúnaður virki. Í nútímanum, þar sem öll starfsemi meira og minna byggir á öflugri upplýsingatækni, samþættingu kerfa hvort heldur er innanhúss eða við ytri aðila, þá tekur við allt annar veruleiki. Ekki er annað í boði en að taka honum fagnandi og byggja upp skipulag í kringum þennan nýja veruleika. Verkefnamiðuð nálgun þar sem sérfræðingar í þörfum notenda, eðli og samþættingu kerfa er hluti af hinum nýja veruleika. Gjörólíkur því að redda útrunnu lykilorði eða biluðu lyklaborði. Við skoðuðum saman heildarmyndina og teiknuðum upp nýja sem hentaði betur.

Umfjallanir

grárlás

Netárás er ein af ógnum nútímans sem þarf að búa sig undir

Ísland er ekki eyja í upplýsingatækni. Það skiptir máli hvernig öryggismálin eru skipulögð!

Umsagnir

Við Freyr unnum saman að bæði úttekt á stöðu stofnunarinnar sem og hvernig við gætum séð skipulag upplýsingatækni til framtíðar. Samstarfið gekk vel. Það skipti máli að geta speglað hugmyndir við Frey í þessum miklu breytingum sem við höfum verið að gera.

Steinunn M. Sigurbjörnsdóttir, Deildarstjóri Upplýsingatæknideildar

Áhugavert? Sjá verkefni úr safninu að neðan.

Lyfjastofnun leggur nýjar línur

Greining á öllu skipulagi tæknimála

Úttekt á öryggismálum

Stefnumótun í skipulagi upplýsingatækni

Hagar hefja sókn í upplýsingatækni

Útvistun rekstarumhverfis

Ferlar og framfarir

Öryggismál

Payday vex og vex

Tölfræði mælikvarðar settir

Innleiðing á CRM kerfi

Skilgreining á flokkum viðskiptavina

Sportabler bætir skipulagið

Þróun á Abler pay

Sprettir innleiddir

Þróunarferlar með dreifðum teymum

freyr@freyr.is
+354 663 8555