freyr@freyr.is
+354 663 8555

Payday vex og vex

Stefnumótun og strategýja í sölu og þjónustu með Payday

Sagan

Þekkirðu Payday? Veflausnina sem er bjargvættur einyrkja og smærri fyrirtækja. Gerir bókhald, reikningagerð, launakeyrslur og annað að léttum leik.

Payday hefur náð að vaxa í rólegheitum frá stofnun og er enn að mestu í eigu stofnenda.

Það er ljóst af því hvernig hefur gengið að piltarnir í Payday eru engin meðalmenni. En meira að segja afreksmenn þurfa þjálfara.

Freyr tók að sér að hvetja drengina áfram og stilla af með þeim ýmsa þætti í sölu, þróun og þjónustu.
Þekkirðu Payday? Veflausnina sem er bjargvættur einyrkja og smærri fyrirtækja. Gerir bókhald, reikningagerð, launakeyrslur og annað að léttum leik.

Payday hefur náð að vaxa í rólegheitum frá stofnun og er enn að mestu í eigu stofnenda.

Það er ljóst af því hvernig hefur gengið að piltarnir í Payday eru engin meðalmenni. En meira að segja afreksmenn þurfa þjálfara.

Freyr tók að sér að hvetja drengina áfram og stilla af með þeim ýmsa þætti í sölu, þróun og þjónustu.

Hvenær

júní 2020 - júní 2021

Hvað gerðum við saman

Hver er viðskiptavinur Payday, af hverju? Hversu ánægður er hann með vöruna og þjónustuna? Hvernig getum við náð til fleiri viðskiptavina? Til hvaða mælikvarða ættum við helst að horfa? Það voru spurningar eins og þessar sem við unnum saman að, fundum við mörgu svör, leit stendur enn yfir að hinni fullkomnu leið til sigurs.

Það sem við lærðum

Tölfræðin lýgur ekki

Okkar fyrsta verk var að setja niður kjarna tölfræði. Ef við mælum bara einn hlut, hvað mælum við þá? Við fundum út ákveðnar breytur sem allt teymið gat tengt við og stefnt að.

Hver er hvað?

Pent fyrirtæki eins og Payday verður að geta nálgast viðskiptavini sína á persónulegan hátt, en einnig skilvirkan. Til þess að ná þessu fram unnum við að því að flokka viðskiptavini í ákveðna hópa og setja upp skilaboð og samskipti sem hentar hverjum og einum.

Hver er hvað

Payday er lítið og þétt fyrirtæki. Nær að þjónusta sífellt fleiri viðskiptavini án þess að stækka starfsmannahópinn jafn hratt. Til þess að þetta gangi upp verður í sífellu að finna leiðir til að láta tól og tæki létta sér lífið.

Við innleiddum saman Pipedrive til þess að halda utanum samskipti og ýmsa tölfræði viðskiptavina. Með Pipedrive er auðveldara að hafa betri yfirsýn yfir stöðu viðskiptavina og hafa hnitmiðaðari samskipti við viðkomandi.

Umfjallanir

BjössiOgFreyrGráskala-scaled-1

Mikilvægt að hafa þjálfara á hliðarlínunni

Sunnlenska fréttablaðið lét ekki samstarf tveggja Sunnlendinga framhjá sér fara.

Umsagnir

„Meðan Freyr var hér á hliðarlínunni hjá okkur náðum að setja upp ákveðna mælikvarða og ramma sem hefur nýst okkur vel. Við náðum um 10% vexti frá mánuði til mánaðar og erum enn að vaxa á góðum hraða."

Björn Hr. Björnsson, framkvæmdastjóri Payday

Áhugavert? Sjá verkefni úr safninu að neðan.

Lyfjastofnun leggur nýjar línur

Greining á öllu skipulagi tæknimála

Úttekt á öryggismálum

Stefnumótun í skipulagi upplýsingatækni

Hagar hefja sókn í upplýsingatækni

Útvistun rekstarumhverfis

Ferlar og framfarir

Öryggismál

Payday vex og vex

Tölfræði mælikvarðar settir

Innleiðing á CRM kerfi

Skilgreining á flokkum viðskiptavina

Sportabler bætir skipulagið

Þróun á Abler pay

Sprettir innleiddir

Þróunarferlar með dreifðum teymum

freyr@freyr.is
+354 663 8555