Íþróttasprotinn Sportabler hefur vaxið hratt og örugglega, með faglegum vinnubrögðum.
Íþróttasprotinn Sportabler hefur vaxið hratt og örugglega, með faglegum vinnubrögðum.
mars 2019 – mars 2020
Freyr og Jóhann Ölvir, annar stofnenda, unnu saman í 10 ár. Það voru því kærkomnir endurfundir að vinna að nokkrum stórum framfaraskrefum Sportabler.
Saman unnum við annars vegar að því að koma á greiðslu-möguleikum, Abler Pay og hins vegar að hjálpa við að stækka teymið og tryggja að vinnubrögð styddu við stækkunina.
1. Daglegar Slack spurningar virka vel fyrir dreifð teymi
Við settum upp sjálfvirkar þrjár spurningar á Slack fyrir okkar dreifða þróunarteymi:
A. Hvað gerðirðu í gær?
B. Hvað ætlarðu að gera í dag?
C. Einhverjar hindranir?
Bara þetta litla hjálpar teymum að stilla sig saman daglega. Fyrir sumt þarf ekki fund.
2. Krókur frekar en kelda í greiðslum
Við þróun á fyrstu útgáfum Abler Pay gáfum við engan afslátt á öryggi gagna s.s. greiðsluupplýsinga og við gáfum heldur engan afslátt á því að gera notendaupplifun eins og best verður á kosið. Þróunin tók lengri tíma, en þegar kemur að greiðslum, þá er nú krókur betri en kelda, þó freistandi sé að stytta sér leið!
3. Dreift teymi getur unnid vel, ef yfirsýnin er góð.
Við notuðum Jira til að halda utanum spretti. Notendasögur, hugmyndir, villur og athugasemdir. Allt á einum stað. Góð yfirsýn og auðvelt að forgangsraða.
Með tæknistjórann og arkítekt í Reykjavík, vörustjórann á Akureyri og teymið í Úkraínu og Reykjavík er ekki annað hægt en að nota hjálpartæki eins og Jira og innbyggðu sprettaborðin.
Fyrir vikið er allt þetta dreifða teymi með sömu góðu yfirsýnina yfir hugbúnaðarþróunina.
Viðskiptablaðið
Markús Máni — Framkvæmdastjóri
Áhugavert? Sjá verkefni úr safninu að neðan.
Skráðu þig á póstlistann til að fá gagnlega litla mola jafnt sem lengri pistla í pósthólfið.
© 2022 - 2023, Staka ehf.