freyr@freyr.is
+354 663 8555

Sportabler bætir skipulagið

Íþróttasprotinn Sportabler hefur vaxið hratt og örugglega, með faglegum vinnubrögðum.

Sagan

Íslenskir íþróttaforeldar þekkja nú flestir Sportabler. Ómissandi hjálpartæki til að halda utanum íþróttastarf barnanna.

Félagið hefur náð að hjálpa notendum sínum, íþróttafélögum sem og foreldrum, að bæta skipulag sitt, svo um munar undanfarin ár.

Saman unnum við að því að efla félagið og treysta stoðirnar, meðan hugbúnaðurinn var í fullri notkun.
Íslenskir íþróttaforeldar þekkja nú flestir Sportabler. Ómissandi hjálpartæki til að halda utanum íþróttastarf barnanna.

Félagið hefur náð að hjálpa notendum sínum, íþróttafélögum sem og foreldrum, að bæta skipulag sitt, svo um munar undanfarin ár.

Saman unnum við að því að efla félagið og treysta stoðirnar, meðan hugbúnaðurinn var í fullri notkun.

Hvenær

mars 2019 – mars 2020

Hvað gerðum við saman

Freyr og Jóhann Ölvir, annar stofnenda, unnu saman í 10 ár. Það voru því kærkomnir endurfundir að vinna að nokkrum stórum framfaraskrefum Sportabler.

Saman unnum við annars vegar að því að koma á greiðslu-möguleikum, Abler Pay og hins vegar að hjálpa við að stækka teymið og tryggja að vinnubrögð styddu við stækkunina.

Það sem við lærðum

1. Daglegar Slack spurningar virka vel fyrir dreifð teymi

Við settum upp sjálfvirkar þrjár spurningar á Slack fyrir okkar dreifða þróunarteymi:

A. Hvað gerðirðu í gær?
B. Hvað ætlarðu að gera í dag?
C. Einhverjar hindranir?

Bara þetta litla hjálpar teymum að stilla sig saman daglega. Fyrir sumt þarf ekki fund.

2. Krókur frekar en kelda í greiðslum

Við þróun á fyrstu útgáfum Abler Pay gáfum við engan afslátt á öryggi gagna s.s. greiðsluupplýsinga og við gáfum heldur engan afslátt á því að gera notendaupplifun eins og best verður á kosið. Þróunin tók lengri tíma, en þegar kemur að greiðslum, þá er nú krókur betri en kelda, þó freistandi sé að stytta sér leið!

3. Dreift teymi getur unnid vel, ef yfirsýnin er góð.

Við notuðum Jira til að halda utanum spretti. Notendasögur, hugmyndir, villur og athugasemdir. Allt á einum stað. Góð yfirsýn og auðvelt að forgangsraða.

Með tæknistjórann og arkítekt í Reykjavík, vörustjórann á Akureyri og teymið í Úkraínu og Reykjavík er ekki annað hægt en að nota hjálpartæki eins og Jira og innbyggðu sprettaborðin.

Fyrir vikið er allt þetta dreifða teymi með sömu góðu yfirsýnina yfir hugbúnaðarþróunina.

Umfjallanir

sportabler-vb

Viðskiptablaðið

Sportabler er þriggja ára gamalt íslenskt sprotafyrirtæki sem hjálpar íþróttafélögum að skipuleggja íþróttastarf.

Umsagnir

„Freyr innleiddi ákveðinn pakka, ný vinnu-brögð. Hann vann með okkur út árið í fyrra og við byggjum mikið á þeirri vinnu“

Markús Máni — Framkvæmdastjóri

Áhugavert? Sjá verkefni úr safninu að neðan.

Lyfjastofnun leggur nýjar línur

Greining á öllu skipulagi tæknimála

Úttekt á öryggismálum

Stefnumótun í skipulagi upplýsingatækni

Hagar hefja sókn í upplýsingatækni

Útvistun rekstarumhverfis

Ferlar og framfarir

Öryggismál

Payday vex og vex

Tölfræði mælikvarðar settir

Innleiðing á CRM kerfi

Skilgreining á flokkum viðskiptavina

Sportabler bætir skipulagið

Þróun á Abler pay

Sprettir innleiddir

Þróunarferlar með dreifðum teymum

freyr@freyr.is
+354 663 8555