freyr@freyr.is
+354 663 8555

Vörður tryggir teymisnálgun með Jira

Töfrar takts og teymisvinnu

Sagan

Vörður er traust, lipurt og vaxandi tryggingafélag. En hvernig er hægt að vaxa hratt? Halda utanum beiðnir frá viðskiptavinum, hinum ýmsu teymum, blöndu af þjónustubeiðnum og mikilvægri þróun? Vinna saman af lipurð, án þess að missa yfirsýn?
Vörður er traust, lipurt og vaxandi tryggingafélag. En hvernig er hægt að vaxa hratt? Halda utanum beiðnir frá viðskiptavinum, hinum ýmsu teymum, blöndu af þjónustubeiðnum og mikilvægri þróun? Vinna saman af lipurð, án þess að missa yfirsýn?

Hvenær

2019-2020

Hvað gerðum við saman

Vörður vildi ná stjórn á beiðnum af ýmsu tagi, beiðnum sem komu í gegnum tölvupóst, síma eða spjall beint frá viðskiptavinum, eða í gegnum hin ýmsu teymi félagsins, yfir í innri þjónustubeiðnir. Tölvupóstur, eða pot í öxl var ekki leiðin sem félagið vildi nota. Tækniteymið hafði verið að nota Jira með ágætum árangri. Það tókum við alla leið. Stóru sigrarnir unnust þó ekki endilega með tækninni, heldur hvernig hin fjölbreytilegu teymi innan Varðar þróuðu sig áfram og bættu.

Það sem við lærðum

Töfrarnir liggja í teymunum

Með því að vinna sem teymi á sama borði (í Jira), og aðeins einu borði, næst upp samhljómur og samstaða. Lykill að árangri.

Jira automation er undratól

Við innleiðinguna notuðum við Jira Automation til þess að halda utanum sí-endurteknar beiðnir. Þetta undratól getur sent beiðnir á sömu tíma og dagsetningu, segjum alltaf 2 dögum fyrir mánaðarmót, eða eftir, um að vinna mikilvægan hlut. Beiðninni ýmist úthlutað á teymi, eða einstakling. Bylting.

Taktur í þróun tengir saman fólk og fítusa

Stöðugt flæði beiðna hentar frábærlega í þjónustu. Í öðrum tilfellum, t.d. hugbúnaðar og hugmyndaþróun þá er taktur það sem kemur hlutum á hreyfingu. Við innleiddum saman tveggja vikna takt í hugbúnaðarþróun. Með þessu móti lærðist smám saman hinum ýmsu einingum að koma sínum málum að, umbera að aðrir gætu orðið ofar í forgangsröðun, ef viðkomandi fítus var mikilvægari fyrir félagið í heild. Styttri spretti settum við upp með góðum árangri hjá teymum í hugmyndaþróun, bæði tengt markaðsmálum og lögfræði.

Umfjallanir

No data was found

Umsagnir

Við náðum að vinna vel saman.

Sverrir Scheving Thorsteinsson

Áhugavert? Sjá verkefni úr safninu að neðan.

Lyfjastofnun leggur nýjar línur

Greining á öllu skipulagi tæknimála

Úttekt á öryggismálum

Stefnumótun í skipulagi upplýsingatækni

Hagar hefja sókn í upplýsingatækni

Útvistun rekstarumhverfis

Ferlar og framfarir

Öryggismál

Payday vex og vex

Tölfræði mælikvarðar settir

Innleiðing á CRM kerfi

Skilgreining á flokkum viðskiptavina

Sportabler bætir skipulagið

Þróun á Abler pay

Sprettir innleiddir

Þróunarferlar með dreifðum teymum

freyr@freyr.is
+354 663 8555